Banner 5 (2016)

Banner 5 (2016)

Banner 4 (2016)

Banner 4 (2016)

Banner 3 (2016)

Banner 3 (2016)

Banner 2 (2016)

Banner 2 (2016)

Banner 1 (2016)

Banner 1 (2016)


Fréttir og tilkynningar

Aðventuganga - 7.12.2016

Foreldrafélag Kópavogsskóla kynnir í annað sinn aðventugöngu sem tókst svo vel í fyrra að við ætlum að endurtaka leikinn í ár. Aðventugangan verður haldin fimmtudaginn 15. desember. Mæting er við aðalinngang Kópavogsskóla kl.17.


Hópurinn gengur saman í Digraneskirkju og væri gaman að sem flestir væru með vasaljós og jólasveinahúfu. Í kirkjunni verður smá dagskrá ásamt tónlistarflutningi m.a. frá Kópavogsskóla. Stundin byrjar kl. 17:30 fyrir þá sem vilja koma beint í kirkjuna. Að stundinni lokinni er öllum boðið uppá heitt súkkulaði, kaffi, piparkökur og mandarínur í kirkjunni. 

ALLIR hjartanlega velkomnir, pabbar, mömmur ömmur, afar, frænkur, frændur, vinir og vandamenn.


Jólanefnd foreldrafélags Kópavogsskóla.

Hegðun eftir litum - 2.12.2016

Að undanförnu höfum við rætt við nemendur í 1. - 5. bekk um "hegðun eftir litum" sem byggir á agastjórnunarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og Cat-kassanum sem er verkfæri til að gefa einstaklingum kost á að tjá sig með einföldum hætti. 
Hér má finna afrit af glærum sem lýsa þessu verkfæri 

Læsissáttmáli starfsmanna - 2.12.2016

Kópavogsskóli hefur það að markmiði að allir nemendur skólans hafi náð yfirburðarfærni í lestri við útskrift úr 10. bekk, eftir því sem námsgeta þeirra leyfir. Allir kennarar skólans bera sameiginlega ábyrgð á að því markmiði verði náð. Í hverri námsgrein þarf að nýta öll tækifæri sem gefast til að efla lestrarfærni nemenda og hvetja þá til lesturs. Því hefur starfsfólk Kópavogsskóla mótað eftirfarandi læsissáttmála:

  • Lesum fyrir nemendur og lesum með nemendum
  • Hlustum á nemendur lesa
  • Viðhöldum og eflum færni okkar og nemenda í lestri
  • Höfum lesefni aðgengilegt nemendum og starfsfólki og bjóðum upp á fjölbreytt val lesefnis
  • Aðstoðum nemendur með lestrarvanda
  • Styðjum við nemendur sem eiga annað móðurmál en íslensku í að lesa á eigin tungumáli
Lesvefurinn - hagnýtt efni um lestur og lestrarþjálfun

Desemberskipulag - 1.12.2016

Út er komin Jóladagskrá 2016 þar sem skipulag desembermánaðar kemur fram. Búið er að skreyta jólatré skólans og koma því fyrir í andyrinu. Ungmennin í félagsmiðstöðinni Kjarnanum framkvæma þann gjörning ár hvert og færum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Með ósk um ánægjulega aðventu heima og í skóla. 
Stjórnendur og starfsfólk.

Hlutbundnar aðgerðir í læsi og stærðfræði - 28.11.2016

Í fyrsta bekk er unnið með hlutbundnar aðgerðir í Byrjendalæsi. Unnið er með stafakubba þar sem nemendur raða stöfum í orð, þau spila orðabingó og síðan vinna þau líka með reglu í mynstri, þar sem litir og form ráða ríkjum.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Litlu jól 20.12.2016 - 20.12.2016

Mæting skv. skipulagðri dagskrá

 

Fleiri atburðir


Kópavogsskóli á Facebook