Banner 5 (2016)

Banner 5 (2016)

Banner 4 (2016)

Banner 4 (2016)

Banner 3 (2016)

Banner 3 (2016)

Banner 2 (2016)

Banner 2 (2016)

Banner 1 (2016)

Banner 1. (2016)


Fréttir og tilkynningar

Óveðursviðbrögð - 21.2.2018

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa borist Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum og Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna við röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Vinsamlegast kynnið ykkur þær. Ef þið viljið koma einhverjum ábendingum á framfæri vegna þessa þá hafið samband við skólastjórnendur.


Sjá nánar hér


Starfsreglur Kópavogsskóla vegna óveðurs

  1. Skóla er aldrei lokað í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar. Foreldrar verða að geta treyst því að skóli sé opinn hafi almannavarnir eða skólaskrifstofa ekki gefið út sérstaka tilkynningu um annað.
  2. Ætlast er til að foreldrar meti sjálfir hvort þeir senda börn sín í skóla þegar óveður geisar. Sé þeim haldið heima þarf að tilkynna það til skóla eins og önnur forföll. Séu börnin hins vegar send í skóla er þess vænst af foreldrum að þeir fylgi börnum sínum í skólann og sæki þau að loknum skóladegi.
  3. Ætlast er til þess af þeim kennurum sem kenna í síðasta tíma á stundaskrá hvers bekkjar að þeir sjái svo um að börnin fari ekki ein út í óveður að afloknum skóladegi. Heimferð þeirra sé tryggð - ella sé börnunum haldið í skóla þar til foreldrar sækja þau eða aðrar ráðstafanir hafa verið gerðar.
  4. Telji foreldrar vafasamt að senda börn í skóla vegna óveðurs áréttar skólinn að aldrei sé teflt í tvísýnu, öryggi barnanna sitji ávallt í fyrirrúmi.
  5. Verði símasambandslaust við skólann þegar óveður geisar er ætlast til þess að börnin verði kyrr í skóla þar til þau verða sótt eða þeim tryggð örugg heimferð (sjá lið 3).

Samstarf leik- og grunnskóla - 31.1.2018

Senn líður að því að skipulag fyrir skólaheimsóknir væntanlegra nemenda í 1. bekk haustið 2018 liggi fyrir. Kópavogsskóli tilheyrir svæði 2 í samstarfi leik- og grunnskóla í Kópavogi. Á því svæði eru bæði Kópavogsskóli og Kársnesskóli og þeirra samstarfsleikskólar. 

Samstarfsleikskólar Kópavogsskóla eru Urðarhóll/Skólatröð og Kópahvoll.

Þegar skipulag liggur fyrir hjá samstarfsskólunum (í byrjun mars), sendum við öðrum leikskólum í Kópavogi upplýsingar til að afhenda eða áframsenda á þá forelda sem hafa hugsað sér að barnið fari í Kópavogsskóla. Þá geta foreldrar sjálfir nýtt sér boð um heimsóknir fyrir sitt barn þó svo leikskólinn sé ekki í vinaheimsóknum til okkar. Þeir foreldrar sem vilja vera í beinu sambandi við okkur varðandi heimsóknirnar geta sent upplýsingar á netfangið beggath@kopavogur.is 


Sjáumst í skólanum!

Óveðursviðbrögð - 8.1.2018


Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa borist Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum og Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna við röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Vinsamlegast kynnið ykkur þær. Ef þið viljið koma einhverjum ábendingum á framfæri vegna þessa þá hafið samband við skólastjórnendur.

Sjá nánar hér


Polski

English

Starfsreglur Kópavogsskóla vegna óveðurs

  1. Skóla er aldrei lokað í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar. Foreldrar verða að geta treyst því að skóli sé opinn hafi almannavarnir eða skólaskrifstofa ekki gefið út sérstaka tilkynningu um annað.
  2. Ætlast er til að foreldrar meti sjálfir hvort þeir senda börn sín í skóla þegar óveður geisar. Sé þeim haldið heima þarf að tilkynna það til skóla eins og önnur forföll. Séu börnin hins vegar send í skóla er þess vænst af foreldrum að þeir fylgi börnum sínum í skólann og sæki þau að loknum skóladegi.
  3. Ætlast er til þess af þeim kennurum sem kenna í síðasta tíma á stundaskrá hvers bekkjar að þeir sjái svo um að börnin fari ekki ein út í óveður að afloknum skóladegi. Heimferð þeirra sé tryggð - ella sé börnunum haldið í skóla þar til foreldrar sækja þau eða aðrar ráðstafanir hafa verið gerðar.
  4. Telji foreldrar vafasamt að senda börn í skóla vegna óveðurs áréttar skólinn að aldrei sé teflt í tvísýnu, öryggi barnanna sitji ávallt í fyrirrúmi.
  5. Verði símasambandslaust við skólann þegar óveður geisar er ætlast til þess að börnin verði kyrr í skóla þar til þau verða sótt eða þeim tryggð örugg heimferð (sjá lið 3).

Þjálfun í lestri tekur tíma - 4.1.2018

"Börn þurfa þjálfun og þjálfun tekur tíma. Iðka þarf lestur reglulega og helst á hverjum degi með skýrum leiðbeiningum. 

Með tilkomu nýrrar tækni fer óhjákvæmilega meiri tími í tölvuleiki og gagnvirk tæki og oftar en ekki eru börn ein að leika sér, án leiðsagnar og markmiða. Dr. Wolf hefur miklar áhyggjur af ofnotkun tækninnar. Hún segir að þrátt fyrir ýmsa kosti tölvu- og tækninotkunar þegar kemur að lestri megi ekki missa sjónar á því sem skiptir máli og mikilvægt sé að ung börn eyði ekki of miklum tíma í tölvur. Því er mikilvægt að gæta þess að hafa jafnvægi í skjánotkun svo tími gefist fyrir aðra hluti eins og lestur, hreyfingu og tómstundir. Börn þurfa tíma til að byggja upp orðaforða og ná upp hraða og færni í lestri. Fyrstu árin skipta hér miklu máli. Tímastjórnun er því í raun eitt af lykilatriðum í þessu tilliti". 

Sjá "Lesa meira" um Dr. Wolf


Heimild úr: Tímarit Heimils og skóla - landssamtaka foreldra


Jólakveðja - 20.12.2017

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.


Kópavogsskóli á Facebook

Þetta vefsvæði byggir á Eplica