Banner 5 (2016)

Banner 5 (2016)

Banner 4 (2016)

Banner 4 (2016)

Banner 3 (2016)

Banner 3 (2016)

Banner 2 (2016)

Banner 2 (2016)

Banner 1 (2016)

Banner 1. (2016)


Fréttir og tilkynningar

Dagur stærðfræðinnar - 10.2.2017

Föstudagurinn 10. febrúar var tileinkaður alþjóðadegi stærðfræðinnar sem að vísu var vikufrestur á vakningunni. 


Nemendur unnu fjölbreytt verkefni í ýmsum námsgreinum sem tengdust stærðfræðinámi. Í tölvu- og upplýsingatækni í 4. NS nýttu nemendur sér stærðfræðiforrit á vef Námsmatsstofnunar.

Nemendur spiluðu einnig ýmis stærðfræði borðspil og unnu margvísleg stærðfræðiverkefni.

Kynning á framhaldsskólum - 9.2.2017

Um þessar mundir fara fram kynningar á möguleikum til framhaldsnáms. Hér má nálgast hagnýtt efni um framhaldsskóla og kynningar á skólunum.


Nám að loknum grunnskóla - kynning á námsframboði og framhaldsskólum - Foreldrakynning

Innritun í framhaldsskóla - Framhaldsskólakynning

Auglýsing um opin hús í framhaldsskólum -  Opin-hus-2017

                                                                                                               Elísabet Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2017 - 2018 - 8.2.2017

Innritun 6 ára barna (fædd 2011) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins 

Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2017 og stendur hún til8. mars.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milliskólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úreinkaskólum.

Haustið 2017 munu skólar hefjast með skólasetningardegiþriðjudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjunmunu birtast á heimasíðum skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. 

Menntasvið Kópavogsbæjar

Þorramatur rannsakaður - 2.2.2017

Þorramatur var rannsakaður af nemendum í 3. Y í tölvu- og upplýsingatæknitíma. Notaður var stafræn smásjá sem gefur kost á myndatöku af rannsóknarefninu. Þetta er handtæk tækni og hönnuð fyrir unga notendur. Nemendum þótti þetta spennandi og sérstaklega fannst þeim rúgbrauðið og grænu baunirnar skrítnar þegar þær voru stækkaðar í mynd. Hvalur, hákarl, hrútspungar, hangikjöt og rófustappa voru þarna einnig undir smásjá nemenda.


Allir lesa - Landsleikur í lestri - 23.1.2017

Allir lesa – landsleikur í lestri fer fram árlega og gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt. Þriðji landsleikurinn verður haldinn nú á þorranum, frá 27. janúar til konudagsins 19. febrúar 2017. 


Keppt er í liðum og /eða sem einstaklingur og mældur sá tími sem varið er í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með verðlaunum og viðurkenningum sem og sá einstaklingur sem ver mestum tíma í lestur á þessu tímabili.


Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík bókmenntaborg Unesco.

Samstarfsaðilar eru mennta- og menningarmálaráðuneyti, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Skráðu þig til leiks á allirlesa.is og kepptu í skemmtilegum og einföldum leik í lestri með allri fjölskyldunni.


Hér er farið í gegnum hvernig hægt er að skrá sig í landsleikinn.

Meira á allirlesa.is og facebook.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Vetrarleyfi 21.2.2017 - 21.2.2017

Nemendur og starfsmenn í fríi;

 

Bollurdagur 27.2.2017 - 27.2.2017

Venjubundinn skóladagur

 

Sprengidagur 28.2.2017 - 28.2.2017

Venjubundinn skóladagur

 

Öskudagur 1.3.2017 - 1.3.2017

Óhefðbundinn dagur. Nemendur koma heim skv. vikupósti kennara.

 

Samræmd próf í 9. og 10. bekk 7.3.2017 - 7.3.2017

Nánar í frétt hér á vefnum þegar nær dregur.

 

Fleiri atburðir


Kópavogsskóli á Facebook