Heilsuefling

Heilsuefling

Heilsueflandi grunnskóli

Kópavogsskóli var á sínum tíma þátttakandi í samstarfi Evrópulanda um heilsueflingu í skólum. Um var að ræða þriggja ára verkefni sem lauk vorið 2003.

Áfram er unnið hér í skólanum eftir þeirri stefnu sem þá var sett, með áherslu á eftirfarandi:

  • að efla ábyrgð einstaklinga, fjölskyldu og samfélagsins á eigin heilsu
  • að hvetja til heilbrigðra lífshátta með raunhæfum og aðlaðandi valkostum fyrir nemendur og starfsfólk skóla
  • að gera nemendum kleift að nýta líkamlega, andlega og félagslega getu sína og auka sjálfsvirðingu sína
  • að setja skýr markmið heilsueflingar og öruggs umhverfis fyrir alla í skólanum, nemendur og fullorðna
  • að ala á góðum samskiptum nemenda og kennara og bæta tengsl heimila og skóla og sveitarfélags
  • að kanna styrkleika og úrræði samfélagsins til að styðja aðgerðir til bættrar heilsu
  • að skipuleggja samfellda námskrá í heilbrigðisfræðslu með virkri þátttöku nemenda
  • að bæta þekkingu og hæfileika nemenda til að geta tekið ábyrga afstöðu til eigin heilsu og til að vernda og bæta umhverfi sitt
  • að nýta sér skólaheilsugæslu út frá sem víðustu sjónarhorni.

Sumarið 2011 gerðist Kópavogsskóli þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli en verkefnið er á vegum Landlæknisembættisins. Verkefnið er í anda þess sem unnið var í Kópavogsskóla og styrkur fyrir skólann að geta leitað aðstoðar hjá verkefnastjóra Heilsueflandi grunnskóla hjá Landlæknisembættinu. Stýrihópur Kópavogsskóla lét skólaárið 2013-2014 útbúa sérstakt gönguleiðakort fyrir nemendur og stafsfólk skólans. Allir bekkir skrá hjá sér þær vegalengdir sem farnar eru á skólaárinu og kennarar hvattir til reglubundinnar útiveru með bekkjum sínum.Nánari upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi grunnskóli má finna hér.Þetta vefsvæði byggir á Eplica