Námsmat

Námsmat í Kópavogsskóla

Námsmat í Kópavogsskóla er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða símat kennara þar sem vinnubrögð nemenda og virkni eru metin með reglubundnum hætti. Hins vegar er um að ræða formleg próf, kannanir og verkefni þar sem horft er til þeirrra námsmarkmiða sem Aðalnámskrá grunnskóla setur. Nemenda- og foreldraviðtöl eru haldin formlega tvisvar á ári, annarsvegar í upphafi skólaárs til að fara yfir komandi vetur og setja markmið og hins vegar í janúar þar sem farið er yfir stöðuna. Niðurstöðum námsmats í lok skólaárs er skilað með vitnisburðarblaði og þá eru ekki formleg viðtöl. Í 1. bekk er námsmatið í formi umsagnar og  í 2. til 4.  bekk eru gefnar einkunnir í íslensku og stærðfræði en umsagnir í öðrum greinum. Í 5. til 7. bekk gildir lokapróf 30% af einkunn en símat 70% og það sama á við í 8. til 10. bekk.Þetta vefsvæði byggir á Eplica