Notkun GSM- síma

Notkun GSM síma

Reglur

Nemendum unglingastigs er heimilt að vera með og nota GSM-síma í skólanum fari þeir eftir eftirfarandi reglum. Þeim sem ekki treysta sér til að fara eftir reglunum er óheimilt að vera með síma í skólanum.

  • Símarnir eru á ábyrgð nemenda í skólanum. Tjón vegna þjófnaðar eða skemmda verður ekki bætt af hálfu skólans.
  • Í kennslustundum er öll notkun GSM-síma bönnuð nema með leyfi kennara.
  • Ekki er heimilt að nýta símana til að taka upp eða dreifa efni úr skólastarfinu.
  • Verði nemandi uppvís að notkun síma í kennslustundum skal hann afhenda viðkomandi kennara símann.
  • Við fyrsta brot fær nemandinn símann afhentan í lok skóladags. Við annað brot þarf foreldri að sækja símann í skólann. Við síendurtekin brot og/eða misnotkun á GSM-símum geta skólastjórar bannað viðkomandi nemanda að vera með síma í skólanum í styttri eða lengri tíma. Þetta vefsvæði byggir á Eplica