Skólasókn og ástundun 8.-10. bekkur

Skólasókn og ástundun 8.-10. bekkur


Markmið með skólasóknar- og ástundunarkerfi Kópavogsskóla er að vera nemendum hvatning til að leggja rækt við ástundun, reglusemi og stundvísi.

Í upphafi skólaársins byrja nemendur í 8.-10. bekk með 10 í skólasóknareinkunn og 0 punkta.

Fjarvistir nemenda eru metnar á eftirfarandi hátt:
Fyrir óheimila fjarvist úr kennslustund:  4 punktar
Nemanda er vísað úr kennslustund:      4 punktar

Leyfi og veikindi gefa ekki punkta hafi forráðamenn tilkynnt þau til skólans.
Fjarvistarpunktar hafa áhrif á skólasóknareinkunn nemenda sem hér segir:
Punktar Einkunn
0-1 10,0
2-6 9,5
7-12 9,0
13-18 8,5
19-24 8,0
25-30 7,5
31-36 7,0
37-42 6,5
43-48 6,0
49-54 5,5
55-60 5,0
61-66 4,5
67-72 4,0
73-78 3,5
79-84 3,0
85-90 2,5
91-96 2,0
97-102 1,5
103 og fleiri

1,0


Foreldrar þurfa að  fylgst með skráningum í Mentor.

Umsjónarkennarar upplýsa nemendur sína reglulega (1x í mán) um stöðu þeirra þannig að hver og einn geti fylgst nákvæmlega með skólasóknareinkunn sinni. 

Nemendur sem komnir er með lægri skólasóknareinkunn en 8 geta  tvisvar sinnum á skólaárinu sótt um til umsjónarkennara að hækka einkunnina. Gerður er skriflegur samningur milli nemanda og umsjónarkennara. Þá gefa þrjár punktalausar vikur  15 virkir dagar 1 í hækkun. Nemandi getur þó aldrei náð hærri einkunn en 8. Við fyrsta brot fellur samningurinn úr gildi. Falli samningur úr gildi heldur nemandi fyrri einkunn.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica