Skólinn

Skólinn

Söguágrip

Kennsla hófst í fyrsta áfanga Kópavogsskóla miðvikudaginn 12. janúar 1949. Í þessum fyrsta áfanga skólahússins voru sex almennar kennslustofur og tvær sérgreinastofur. Þar býr mikil saga enda var skólahúsnæðið lengi vel nýtt sem félagsheimili sveitarfélagsins. Þar voru haldnir almennir borgarafundir og dansleikir auk þess sem guðsþjónustur fóru þar fram allt til þess tíma að Kópavogskirkja var vígð í desember 1962. Leikfélag Kópavogs hélt ennfremur sínar fyrstu leiksýningar í Kópavogsskóla.   

Í Kópavogsskóla voru einnig um tíma skrifstofur sveitarfélagsins og áhaldageymsla. Héraðslæknir hafði þar aðstöðu og ýmsar aðrar stofnanir hófu þar starfsemi sína s.s. Bókasafn Kópavogs, Kársnesskóli, Gagnfræðaskóli Kópavogs, Digranesskóli og Menntaskólinn í Kópavogi. 

Skólastjórar Kópavogsskóla hafa verið Guðmundur Eggertsson (1948-1949), Frímann Jónasson (1949-1964), Magnús Bæringur Kristinsson (1964-1977), Óli Kr. Jónsson (1977-1990)  og Ólafur Guðmundsson (1990-2006). Núverandi skólastjóri tók við stjórn Kópavogsskóla 1. ágúst 2006.

Skólaárið 2016-2017

Í skólanum eru skráðir 330 nemendur  í 16 bekkjardeildum 1. - 10. bekkjar.

Skólastjóri er Guðmundur Ó. Ásmundsson, Guðný Sigurjónsdóttir er aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri fyrir 6. - 10. bekk og Bergþóra Þórhallsdóttir er deildarstjóri fyrir 1. - 5. bekk. 

Kennsla hefst klukkan 8:00 alla daga og lýkur hjá þeim sem lengst eru um klukkan 15:00. 

Skrifstofa skólans er, frá miðjum ágúst og fram að miðjum júní, opin frá 07:45 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 07:45 - 14:45. Skólaritari er Elín Hrefna Kristjánsdóttir..


Þetta vefsvæði byggir á Eplica