Fréttir

Bekkjarfundir - 8.10.2017

Kennarar og starfsfólk Dægradvalar nýttu starfsdaginn 6. október 2017 til að kynna sér og fá þjálfun í bekkjarfundum. Gagnlegir bekkjarfundir byggja m.a. á því að kennari/starfsmaður geti lesið nemendahópinn og gefi sér tíma til þess að undirbúa nemendur til þess að taka þátt í bekkjarfundum. 


Á námskeiðinu var farið í fræðilegan grunn bekkjarfunda og fengu kennarar og starfsfjólk tækifæri til að skoða hvernig bekkjarfundir geta nýst markvisst í skólastarfinu. Auk þess var farið í hópeflileiki sem geta nýst líka til að styrkja námshópa í leik og starfi. Næstu vikur og mánuði má því gera ráð fyrir að nemendur taki þátt í bekkjarfundum þar sem þau læra að tjá skoðanir sínar, taka tillit til skoðana annarra, fá tækifæri til að koma málefnum á framfæri sem þeim finnst þurfa að ræða og margt fleira. Kostir bekkjarfunda eru ótvíræðir. 

Bekkjarfundafyrirkomulagið er hluti af bekkjarstjórnun sem símenntunaráætlun starfsmanna gerir ráð fyrir á yfirstandandi skólaári..


Umgengnisreglur og skýr mörk - 4.9.2017

Á skipulagsdögum í vor vann starfsfólk að umgengnisreglum og skýrum mörkum sem við setjum okkur í skólastarfinu. Drögin liggja nú frammi til umsagnar í skólasamfélaginu.   Drögin má nálgast hér.


Stefnt er að endanlegri útgáfu á allra næstu dögum.

Námskynningar  - 29.8.2017

Á haustdögum er hefð fyrir því að halda svokallaðar námskynningar. Þá er foreldrum/forráðamönnum boðið að koma í skólann, hitta kennara og skólastjórnendur og kynna sér áætlanir og kennsluhætti. Hópurinn hittist allur á sal skólans til að byrja með en að því búnu fara foreldrar/forráðamenn með umsjónarkennara í heimastofur nemenda. 

   Í 1. bekk fer kynningin fram síðla dags á kaffistofu starfsmanna og er foreldrum þá boðið upp á súpu og brauð.
Kynningarnar fara fram sem hér segir:

5. sept. Foreldrakynning fyrir 8.-10. bekk kl. 8:00

7. sept. Foreldrakynning hjá 1. bekk kl. 18:00

7. sept. Foreldrakynning hjá nemendum í 2. – 4. bekk kl. 8:00

8. sept. Foreldrakynning hjá nemendum í 5. – 7. bekk kl. 8:00

Sjáumst í skólanum!
Kennarar og stjórnendur

Á myndinni má sjá nemendur í 6. bekk prófa útikennslustofuna og eru þeir hér að grilla sér pylsu og brauð. 

Skólabyrjun - 11.8.2017

Nemendur Kópavogsskóla mæta á skólasetningu þriðjudaginn 22. ágúst sem hér segir:

Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00 í sal skólans

Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10 í sal skólans.

Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11 í sal skólans

Haft verður sambandi við foreldra nemenda 1. bekkjar og þeir boðaðir í einstaklingssamtöl 22. ágúst.

Í framhaldi af skólasetningu fara nemendur í stofur og ræða við umsjónarkennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

 

Öllum nýjum nemendum skólans (öðrum en nemendum 1. bekkjar) er boðið að koma í heimsókn fimmtudaginn 17. ágúst kl. 15 til að hitta umsjónarkennara og ganga um skólahúsnæði.

Starfsemi dægradvalar hefst miðvikudaginn 23. ágúst en sækja þarf um í íbúagátt Kópavogsbæjar


Fyrsti starfsmannafundur skólaársins verður þriðjudaginn 15. ágúst kl. 9:00


Ekki liggur enn fyrir hvort Kópavogsbær muni greiða fyrir námsgögn nemenda.  Kópavogsskóli hefur þegar pantað námsgögn eins og fram kemur í bréfi sem sent var á alla foreldra í ágústbyrjun.og er að finna hér fyrir 1.-7. bekk og hér fyrir 8.-10. bekk