Fréttir

Þjálfun í lestri tekur tíma

4.1.2018

"Börn þurfa þjálfun og þjálfun tekur tíma. Iðka þarf lestur reglulega og helst á hverjum degi með skýrum leiðbeiningum. 

Með tilkomu nýrrar tækni fer óhjákvæmilega meiri tími í tölvuleiki og gagnvirk tæki og oftar en ekki eru börn ein að leika sér, án leiðsagnar og markmiða. Dr. Wolf hefur miklar áhyggjur af ofnotkun tækninnar. Hún segir að þrátt fyrir ýmsa kosti tölvu- og tækninotkunar þegar kemur að lestri megi ekki missa sjónar á því sem skiptir máli og mikilvægt sé að ung börn eyði ekki of miklum tíma í tölvur. Því er mikilvægt að gæta þess að hafa jafnvægi í skjánotkun svo tími gefist fyrir aðra hluti eins og lestur, hreyfingu og tómstundir. Börn þurfa tíma til að byggja upp orðaforða og ná upp hraða og færni í lestri. Fyrstu árin skipta hér miklu máli. Tímastjórnun er því í raun eitt af lykilatriðum í þessu tilliti". 

Sjá "Lesa meira" um Dr. Wolf


Heimild úr: Tímarit Heimils og skóla - landssamtaka foreldra


Dr. Maryanne Wolf hefur stundað viðamiklar tauga- líffræðilegar rannsóknir á lestrarferli og lestrar- erfiðleikum barna. Auk þess að skrifa fjöldamargar vísindagreinar og hljóta viðurkenningar fyrir rannsóknir og störf hefur hún í samvinnu við teymi frá MIT háskóla í Boston o.fl. þróað stafrænt lestrarefni fyrir börn sem hafa ekki aðgang að skóla á fjarlægum svæðum í Eþíópíu og Suður-Afríku. Þetta vefsvæði byggir á Eplica