Kennsluhættir

Kennsluhættir

Kennsla í Kópavogsskóla er skipulögð sem hefðbundin bekkjarkennsla þar sem hver nemandi tilheyrir ákveðinni deild og einum umsjónarkennara. Áhersla er þó lögð á að deildir sama árgangs vinni saman til að auka tengsl nemenda og efla samstarfshæfni þeirra. 

Á þemadögum er námshópum  blandað saman þvert á deildir og aldur til að auka fjölbreytni ásamt því að lögð er áhersla á ýmsar uppákomur og heimsóknir utanaðkomandi aðila. 

Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á rafrænt nám nemenda á unglingastigi. Byrjað var með eina námsgrein, stærðfræði, en fleiri námsgreinar eru að bætast við. Allir nemendur í 5. - 10. bekk fá spjaldtölvu (iPad) til afnota við nám sitt og er hluti af svokölluðu Spjaldtölvuverkefni skólayfirvalda í Kópavogi.

Nemendur skólans fara í náms- og kynnisferðir á hverju skólaári, en breytilegt er hvert farið er. Nemendur 7. bekkja fara ávallt í 5 daga ferð að Reykjum í Hrútafirði. 

Nemendur 10. bekkja fá markvissa kynningu á framhaldsskólum og heimsækja marga þeirra síðasta ár sitt í grunnskóla.

Nokkrir nemendur 9. og 10. bekkja stunda nám utan skólans. Þar er um að ræða skipulagt nám sem metið er til valgreina í 9. og 10. bekk, einingabært nám í framhaldsskólum (aðallega MK) og starfsnám í fyrirtækjum. Þetta vefsvæði byggir á Eplica