Ólíkar þarfir nemenda

Ólíkar þarfir nemenda

Einstaklingsmiðun náms

Leitast er við að bregðast við misjafnri stöðu nemenda í námi, ekki síður þeirra bráðgeru en þeirra sem þurfa sérstakan stuðning, til að auðvelda þeim að ná námsmarkmiðum. Frá haustinu 2007 hefur nemendum miðstigs staðið til boða að fara hraðar yfir námsefnið með að markmiði að ljúka grunnskólanámi við lok 9. bekkjar. Mikið samstarf er við Menntaskólann í Kópavogi vegna nemenda sem vilja fara hraðar yfir og þeir geta sótt áfanga í MK jafnhliða grunnskólanáminu. Nemendur sækja þá kennslustundir í MK en áfangarnir stæ103 og ens103 eru kenndir í Kópavogsskóla (eða í öðrum nálægum grunnskóla í samstarfi). Kópavogsskóli metur einnig til valgreina ýmis skipulögð námskeið á vegum aðila utan skólans en skilyrði er að nemendur skili staðfestingu frá viðkomandi umsjónarmanni eða þjálfara. Þetta vefsvæði byggir á Eplica