Samstarf

Samstarf

Tengsl við leikskóla

Til að efla tengsl leikskóla og grunnskóla var í samvinnu stjórnenda sett upp skipulag til að auðvelda nemendum að færast úr leikskóla í grunnskóla. Á vorönn koma leikskólanemendur í heimsókn og deildarstjóri yngra stigs sýnir þeim skólahúsnæðið. Þeir fá sérstaka kynningu á Dægradvöl og sögustund á bókasafni. Þeim nemendum sem eru ekki í leikskóla er boðið að vera með. Foreldrum er boðið á skólakynningu í maí þar sem upphaf skólagöngunnar er kynnt og rætt við foreldra um væntingar þeirra til hennar. Væntanlegir nemendur koma í ,,kennslustundir" í skólann þar sem þeir skoða stofuna sína og hitta kennara.  Starfsfólk leikskólans kemur með börnunum og einnig foreldrar barna sem ekki eru vistuð á leikskóla.

Börn af leikskólanum Kópahvoli hafa aðgang að íþróttahúsi og bókasafni Kópavogsskóla en leikskólinn er staðsettur við lóðamörk Kópavogskóla. Það er liður í að efla samstarfið á milli skólastiganna.

Samstarf við framhaldsskóla

Grunnskólum er skylt að bjóða nemendum í 8., 9. og 10. bekkja að velja námsgreinar sem nemur 7 kennslustundum á viku. Í Kópavogsskóla má skipta valmöguleikum nemenda í þrjá flokka. Í fyrsta lagi geta nemendur fengið skipulagt tómstundastarf og íþróttaiðkun metna ef skrifleg lýsing og samþykki liggur fyrir frá viðkomandi þjálfara eða leiðbeinanda. Í öðru lagi námsgreinar sem kenndar eru af kennurum skólans hér í skólanum. Í þriðja lagi framhaldsskólaáfanga sem kenndir eru í viðkomandi framhaldsskóla og þar er mest samstarf við Menntaskólann í Kópavogi.

Samstarf við aðra


Skólaárið 2013-2014 gerðu Kópavogsskóli og tölvufyrirtækið SKEMA samning um að SKEMA tæki að sér forritunarkennslu nemenda í 4. bekk Kópavogsskóla ásamt því að þjálfa kennara í að taka slíka kennslu að sér. Samningurinn var endurnýjaður og nemendur fengu áfram kennslu hjá kennurum SKEMA skólaárið 2014-2015. Skólaárið 2016 - 2017 fá allir nemendur í 4. - 10. bekk forritunarkennslu með stuðningi frá Skema og auk þess mun skólinn taka þátt í árlegri forritunarviku þar sem allir árgangar fá klukkutíma kennslu í kóðun.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica