Skólasafn

Skólasafn

Opnunartími 

Alla virka daga frá kl. 08:00 - 14:00  

Frá kl. 08:00 - 08:40 er góður tími til að sækja og skila bókum.

 

Góðar reglur


  • Verum tillitsöm og göngum hljóðlega um safnið
  • Förum vel með bækur og önnur safngögn
  • Göngum frá öllu á sinn stað eftir notkun

 

Drekaklúbbur


Nemendur geta gengið í drekaklúbb á skólasafninu. Hann virkar þannig að nemendur þurfa að lesa 10 drekabækur til að vera drekameistarar af 1. gráðu. Síðan geta þau líka orðið drekameistarar af 2. og 3. gráðu. Nemendur fá viðurkenningarskjal eftir hverja gráðu og þegar þau hafa lesið 5 bækur fá þau drekabókamerki. Nöfn þeirra sem útskrifast verða hengd uppá vegg á skólasafninu og einnig mun birtast frétt á vef skólans.  Sagt er að ekkert búi barn betur undir lífið en góð lestrarfærni og hún fæst ekki nema með ástundun. Sú ástundun getur falist í því að fljúga um á drekabaki með vindinn í fangið. Góða skemmtun!


Bjössi ferðabangsi


Bjössi er ferðabangsi Kópavogskóla. Hann á heima á skólasafni skólans. Hann elskar að ferðast bæði innanlands sem utan.

Til að ferðast með Bjössa þurfa áhugasamir að fylla út sérstakt eyðublað og skila því inn undirrituðu af ábygðarmanni.

Hægt er að sækja um tímanlega. Komi upp sú staða að tveir nemendur leggi inn umsókn til að ferðast með Bjössa á sama tíma mun tvennt ráða úrslitum. Í fyrsta lagi hvort að Bjössi hafi ferðast áður til þeirra staða sem um ræðir. Í öðru lagi verður tekið tillit til þess hvort að nemandi hefur áður ferðast með Bjössa.

     Sögurnar og myndir verða síðan birtar á vefsíðu skólans undir skólasafninu.

 

Lántaki verður að ganga að nokkrum skilyrðum.

·         Fara vel með Bjössa

·         Skila honum í sama ásandi og hann tók hann

·         Skila inn stuttri ferðasögu og ljósmynd af sér og Bjössa í ferðinni.

Ég vona að þið sjáið ykkur fært um að aðstoða Bjössa við að ferðast.

 

Umsókn um að fá að ferðast með Bjössa.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica