Þróunarstarf

Þróunarstarf

Þróunarverkefni

Ýmis þróunarverkefni hafa verið unnin í skólanum of þar má nefna eftirtalin verkefni:  

  • Lestrarátak í unglingadeildum
  • Skólinn og samfélagið
  • Samstarf heimila og skóla
  • Ætlunarverk foreldraráðs og skóla
  • Samhæfð skólastefna/Siðferðileg reikningsskil
  • Ábyrgð í skólastarfi
  • Nemendamappan/Portfolio
  • European Language Portfolio - Evrópskur tungumálapassi.
Þessi verkefni hafa öll verið styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla. Ýmis fleiri verkefni hafa verið unnin í skólanum þótt þau hafi ekki notið opinberra styrkja. Sum þeirra hafa hins vegar hlotið sérstakar viðurkenningar eins og verkefnið Öryggismál skóla sem hlaut viðurkenningu samtakanna Öryggi barna árið 1995.

Þá hefur skólinn átta sinnum verið tilnefndur til svonefndra foreldraverðlauna landssamtakanna Heimilis og skóla vegna þróunarstarfa og fékk þau verðlaun árið 2000 fyrir verkefnið Samhæfð skólastefna-siðferðileg reikningsskil.  Kópavogsskóli fékk síðan hvatningarverðlaun Heimilis og skóla vorið 2009 fyrir Samstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka en markmið þess er að leiða saman börn á yngsta stigi skólans og eldri borgara sem taka þátt í félagsstarfi aldraðra. Hóparnir gáfu út ljóða- og myndlistabók með verkum barna og eldri borgara vorið 2009. Þá var skólinn tilnefndur til Starfsmenntaverðlaunanna haustið 2005. Á skólaslitunum vorið 2006 fékk Kópavogsskóli Hvatningarverðlaun skólanefndar 2006 fyrir öflugt samstarf foreldra og skóla og aftur vorið 2009 fyrir samstarfsverkefni sitt og Gjábakka.

Skólaárið 2012-2013 og aftur skólaárið 2013-2014 hlaut Kópavogsskóli Kópinn sem er viðurkenning Skólanefndar Kópavogs fyrir ,,framúrskarandi starf í grunnskólum Kópavogs”. Í fyrra skiptið varð það fyrir Náttúrufræðitíðindi sem eru gefin út á miðstigi en verkefnið gengur út á að nemendur kynnist umhverfi sínu á skemmtilegan hátt með vettvangsferðum út í náttúruna eða með tilraunum í skólastofu. Seinna árið hlaut skólinn viðurkenninguna fyrir Hafið sem er verkefni unnnið í 4. bekk. Markmið verkefnisins er að kynna nemendum vistkerfi hafsins og fiskverkun og þeir fengu sendan til sín ferskan fisk á 2-3 vikna fresti og unnið var með hann í kennslustundum. Heimildamynd var gerð um verkefnið og nemendur gáfu allir foreldrum sínum eintak af henni.

Skólaárið 2008-2009 var byrjað á þróunarverkefni sem fékk heitið FJÖLFÆRNI- samþætting list- og verkgreina og almennrar kennslu. Verkefnið var skipulagt til þriggja ára og námskrá unnin fyrir hvert ár Einu ári var síðan bætt við og því er til heildstæð námskrá fyrir 1.-4. bekk vegna verkefnisins.

Kópavogsskóli fékk styrk úr Sprotasjóði árið 2013 vegna verkefnisins ,,Námsmat í þágu nemenda" og hægt er að nálgast skýrslu um það hér.

Kópavogsskóli hóf samstarf við tölvufyrirtækið SKEMA um þróunarverkefni  skólaárið 2013-2014. Þar er verið að kenna nemendum 4. bekkjar tölvuleikjaforritun og það samstarf hefur haldist óslitið til dagsins í dag. Stefnan er að útskrifa fyrsta árganginn úr 10. bekk sem hlotið hefur forritunarþjálfun árlega frá því í 4. bekk. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica