Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar

Hugmyndafræðin

Uppeldi til ábyrgðar er uppeldisstefna sem margir leik- og grunnskólar á Íslandi eru að innleiða og Kópavogsskóli er einn þeirra. Grundvallaratriðið í stefnunni er að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga á jákvæðan hátt. Markmiðið er að börn læri að stjórna sér betur, þau líti inn á við og skoði eigið gildismat með það markmið að fækka árekstrum. Langur tími getur liðið þar til allir fara að starfa eftir Uppeldi til ábyrgðar því nemendur þurfa í raun að alast upp í kerfinu. Því er um markmið til margra ára að ræða.

Innleiðingin

Ákvörðun um að taka stefnuna upp var tekin á starfsmannafundi í maí 2009 og nokkrir starfsmenn skólans fóru þá á námskeið um stefnuna og innleiðingarferlið. Þau Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Ingunnarskóla, Magni Hjálmarsson námsráðgjafi og Páll Ólafsson félagsráðgjafi hafa komið í skólann með fyrirlestra og fræðslu fyrir starfsfólk og stýrihópur er nú starfandi innan skólans. Kynningarfundur var haldinn fyrir foreldra í lok september 2010 en það styrkir innleiðinguna og árangurinn ef sömu hugmyndafræði er beitt í skóla og á heimilum nemenda. Starfsfólk skólans fór til Washington á námskeið haustið 2011 og í ágúst 2012 var í skólanum námskeið fyrir alla starfsmenn en leiðbeinandi þar var Cindy Brown.

Stýrihópur kennara sér um að viðhalda verkefninu og fræða starfsfólk,nemendur og foreldra um ýmis atriði sem hafa jákvæð áhrif á framgang þess.

Tenglar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica