Stefna skólans

Stefna skólans

Einkunnarorð skólans eru: Vinátta, virðing, vellíðan


Kerfið sem Kópavogsskóli notaði fyrir innra mat frá 1998 heitir Siðferðileg reikningsskil (Etisk regnskab) og er danskt að uppruna. Kerfið byggir á átta þrepa hringferli sem felur í sér símat og uppfyllir ágætlega þær viðmiðanir sem menntamálaráðuneytið setur um sjálfsmat skóla. Ákveðið var að innleiða kerfið í skólastarf Kópavogsskóla 12. febrúar 1998 og sérstakur ráðgjafi ráðinn til að fylgja þróunarferlinu eftir. 

Haustið 1998 voru myndaðir umræðuhópar innan skólasamfélagsins. Þrír hópar starfsmanna, tveir hópar foreldra og tveir hópar nemenda til að fjalla um væntingar sínar og viðhorf til skólastarfsins. Gögn frá hópunum voru síðan notuð til að semja sérstaka spurningalista sem voru lagðir fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk vorið 1999. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Ísland sá um úrvinnslu listanna og niðurstöður lágu fyrir haustið 1999. Spurningalistarnir voru aftur  sendir út vorið 2004 og vorið 2008 en í seinna skiptið var búið að endurskoða þá og uppfæra lítillega út frá þeirri þróun sem hafði átt sér stað á milli fyrirlagna. 

Skólaárið 2009-2010 var gildisgrunnur skólans síðan endurskoðaður í heild. Ekki var hreyft við gildunum sjálfum en farið yfir öll markmið og leiðir að þeim ásamt því að skoða sérstaklega með hvaða hætti mætti meta árangurinn. Næsta skref er  að endurskoða spurningalistana með tilliti til endurskoðaðra gilda og leggja þá fyrir alla hópa skólasamfélagsins.  

Verkefnið hefur verið styrkt af Kópavogsbæ, Þróunarsjóði grunnskóla, Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ, Nordskol og Vísindasjóði Gæðastjórnunarfélags Íslands. 

Verkefnið hlaut Foreldraverðlaun landssamtakanna Heimilis og skóla árið 2000. 

Skólaárið 2011-2012 var ákveðið að innleiða rafrænt kerfi, Skólapúlsinn, til að nota við mat á skólastarfinu. Þar er um að ræða kerfi sem er mun auðveldara í notkun en Siðferðileg reikningsskil sem voru lögð fyrir með skriflegum hætti. Eftir sem áður eru sömu atriði til skoðunar og því verið að auðvelda framkvæmdina sem var mjög tímafrek. Með tilkomu Skólapúlsins eru allir spurningalistar rafrænir og niðurstöðurnar auðveldar aflestrar. Góður tími gefst því til að vinna úr þeim og vinna að áframhaldandi umbótum út frá niðurstöðunum.

Gildin 6


Jákvæður starfsandi 


Markmið 

 • Að í skólanum ríki metnaður sem hefur áhrif á vellíðan nemenda, þannig að tíma þeirra sé vel varið, sem leiðir til ánægju þeirra.
 • Að í skólanum sé umhyggja borin fyrir nemendum með gagnkvæmri virðingu og jákvæðum aga. Að góð samskipti og upplýsingastreymi sé gagnkvæmt milli starfsfólks og foreldra.
 • Að jákvæðni og góður starfsandi ríki milli starfsfólks.
Leiðir 

 • Að skipulag skólastarfsins sé skýrt og að gott aðgengi sé að skólastjórnendum.
 • Að nemendur og starfsfólk hafi jákvæða sýn á þeim gildum sem skólinn vinnur eftir.
 • Komið sé fram við alla af sanngirni, virðingu og umhyggju.
 • Stuðlað sé að aukinni samvinnu ólíkra aldurshópa í námi og leik.
 • Kennslan sé oftar brotin upp með t.d. hreyfingu, vettvangsferðum eða einhverju öðru.
Mat 

 • Lagðar fyrir kannanir um líðan nemenda og starfsfólks og niðurstöður þeirra nýttar á viðeigandi hátt.
 • Starfsandi sé ræddur í starfsmannaviðtölum við skólastjórnendur.

Agi í framkomu og vinnubrögðum 


Markmið 

 • Virðing ríki milli allra aðila innan skólasamfélagsins
 • Vinnubrögð og samskipti nemenda og starfsfólks eru fagleg og metnaðarfull
 • Samstaða um agamál
Leiðir 

 • Skólanámskrá
 • Skipulag sérkennslu/sérdeildar
 • Verklagsreglur/starfslýsing starfsmanna
 • Siðareglur starfsmanna
 • Skólareglur
 • Skipulag gæslu í frímínútum
 • Námsáætlanir kennara
 • Viðbragðsáætlanir (forvarnaáætlun, eineltisáætlun, rýmingaráætlun)
 • Þróunarverkefni

Mat 

 • Kannanir lagðar fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra
 • Virkt námsmat (símat, formleg próf, umsagnir)

Verkefni taki mið af hæfni og getu einstaklinga 


Markmið 

 • efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagsfærni
 • aukið samstarf og hópavinna
 • verkefni við hæfi
 • tryggja aðgengi nemenda að rafrænu námsefni
 • tryggja samstarf kennara
 • að vinnuaðstaða nemenda sé góð
Leiðir 

 • Uppeldi til ábyrgðar
 • kenna krökkum að koma fram
 • undirbúningstíma kennara verði samræmdur
 • heimanám miðist við ákv. tímalengd og frávik gerð í samstarfi við foreldra
 • fjölbreytt námsgögn, bókleg, rafræn, verkleg
 • tölvur gerðar færanlegar á vögnum/eyjum
Mat 

 • huglægt mat kennara
 • sjálfsmat nemenda
 • rafræn könnun fyrir kennara 
 • huglægt mat og umræður á fundum
 • könnun til foreldra, nemenda og kennara


Gagnkvæm virðing í samskiptum 


Markmið 

 • að samskipti í skólasamfélaginu einkennast af virðingu, kurteisi, tillitssemi,trausti og umburðarlyndi 
 • að starfsmenn, nemendur og foreldrar tileinka sér háttvísi í allri framkomu 
 • að trúnaður og þagnarskylda eru höfð að leiðarljósi þar sem við á 
 • að samskipti heimilis og skóla eru ábyrg og framsækin 
 • að starfsmenn sýna samábyrgð gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru í skólanum 
Leiðir

 • uppeldi til ábyrgðar verði virkt. 
 • bekkjarsáttmálar taki mið af markmiðum gildisins. Nauðsynlegt er að kynna þá alla fyrir öllum á almennum fundi. Einnig þurfa sérgreinakennarar að hafa bekkjarsáttmálana við hendina.
 • skólareglur, almenn kurteisi og virðing ríki í samskiptum. 
 • fáar og skýrar reglur sem algjör samstaða er um að fylgja alls staðar þar sem nemendur eru í leik og starfi sem tengist skólanum. 
 • hlutverk umsjónarkennara er að sjá um í upphafi skólaárs að nemendum séu allar reglur ljósar. 
 • setja þarf reglur í mötuneyti. 
 • trúnaður og þagnarskylda virt í hvívetna. 
 • kynna starfsemi skólans og fá foreldra til að kynna starf sitt og/eða áhugamál eða vera með annað innlegg í skólastarfið.
Mat

 • Kanna líðan nemenda og starfsfólks með rafrænum könnunum (og viðtölum). 

Virk samvinna sem byggist á ábyrgð hlutaðeigandi


Markmið 

 • að starfsmenn, nemendur og foreldrar skapi sem best skilyrði fyrir skólagöngu nemenda.
 • að nemendur séu virkir í samvinnu til náms og samskipta við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
 • að foreldrar beri ábyrgð á skólagöngu barna sinna s.s. hegðun, mætingum, heimavinnu,  nesti og að foreldrar séu virkir í samvinnu í skólasamfélaginu við aðra nemendur, starfsfólk og foreldra.
 • að góð samvinna  sé milli stjórnenda og starfsmanna og starfsmanna innbyrðis.
Leiðir 

 • Gagnsæi milli stiga
 • Starfsmannasáttmáli
 • Gagnkvæm notkun Mentor
 • Foreldranámskeið í uppeldi til ábyrgðar
 • Fáar en skýrar reglur
 • Bekkjasáttmáli
 • Lífsleikni
 • Hreyfing - útivist
 • Möguleikar á vali
 • Opna foreldrum leið til að koma meira í skólann til ákveðinna verkefna 
 • Raða verkefnum fyrir hvern árgang.
 • Bekkjaráð
 • Stjórn skóla
 • Starfsmannasamningar (sáttmáli)
 • Starfslýsingar (skýrar verklýsingar)
Mat 

 • Þarfirnar fimm(ánægjuvogin) (öryggi - umhyggja - stjórnun - gleði - frelsi)
 • Huglægt mat
 • Gátlisti - skoðunarkönnun í tölvunni
 • Starfsmannaviðtöl
 • Foreldraviðtöl 
 • Nemendaviðtöl (samskiptagátlisti)
 • Einkaviðtöl við nemendur eftir þörfum a.m.k. þrisvar á vetri, nota viðtalstíma og samskiptagátlista.
 • Allir hlutaðeigandi vinna að matinu 

Gagnkvæmt upplýsingastreymi milli heimilis og skóla og innan skóla 


Markmið

 • að foreldrar/forráðamenn og starfsmenn ræða og upplýsa um námsgengi og líðan einstakra nemenda og láti vita um breytta fjölskylduhagi þeirra
 • að foreldrar fá upplýsingar um hvað gerist í skólanum og taka þátt í umræðum um skólastarfið
 • að gagnkvæmt upplýsingastreymi ríki milli stjórnenda og starfsmann um það sem gerist í skólanum.
Leiðir

 • viðtalstímar,skólakynningar kl. 8:00 morgni,foreldrafundir/Mentor 
 • kynningar - og fræðslufundir, bekkjarstjórnir/árgangastjórnir, heimasíða, fréttabréf, fjölpóstur, Mentor, fjölskyldudagur. 
 • skólaráðsfundir/starfsmannafundir/kennarafundir/deildafundir/tölvupóstar/auglýsingatafla á Starfsmannastofu/flettiskjár/innra net
Mat 

 • spurningalistar til allra í skólasamfélaginu (3-4 ára)ára fresti
 • eitt gildi tekið fyrir á önn, könnun í starfsmannahópnum í lok anna um það hvernig tókst til 
 • telja heimsóknir á heimasíðu


Þetta vefsvæði byggir á Eplica