Mötuneyti, nesti

Mötuneyti, nesti


Nemendur og starfsfólk eiga kost á að kaupa hádegismat í skólanum.  Fyrirtækið sem sér um hádegismatinn heitir Skólamatur en Kópavogsbær samdi við fyrirtækið í framhaldi af útboði. Foreldrar sjá sjálfir um að skrá börn sín í og úr mataráskrift og hægt er að velja um að vera í áskrift staka daga eða alla daga. Skólamatur leggur til einn starfsmann en skólinn sér honum fyrir aðstoðarfólki á álagstímum. 

Maturinn kemur forunninn frá eldhúsi Skólamatar og er síðan hitaður upp eða eldaður frá grunni á staðnum.  Ferskt niðurskorið grænmeti og ávextir eru alltaf í boði með matnum og nemendur hvattir til að nýta sér það. Öll samsetning matarins og næringarinnihald tekur mið af leiðbeiningum Manneldisráð og á heimasíðu Skólamatar, www.skolamatur.is, eru upplýsingar um næringarinnihald  og samsetningu matarins.

Allir nemendur eru hvattir til að koma með morgunnesti að heiman og rík áhersla lögð á að það sé hollt og gott. Nemendur unglingastigs geta keypt morgunhressingu í mötuneytinu en þar er hollusta lögð til grundvallar í vöruframboði.Þetta vefsvæði byggir á Eplica