Foreldrarölt 2018-2019

Dagatal fyrir foreldrarölt 2018-2019

September 7. 14. 21. 28.  
Bekkur 10. 9. 8. 7.  
Október 5. 12. 19. 26.  
Bekkur 6. 5. Vetrarfrí 4.  
Nóvember 2. 9. 16. 23. 30.
Bekkur 3. 2. 1. 10. 9.
Desember 7. 14. 21. 28.  
Bekkur 8. 7. Jól Jól  
Janúar 4. 11. 18. 25.  
Bekkur 10. 9. 8. 7.  
Febrúar 1. 8. 15. 22.  
Bekkur 6. 5. 4. Vetrarfrí  
Mars 1. 8. 15. 22. 29.
Bekkur 3. 2. 1. 10. 9.
Apríl 5. 12. 19. 26.  
Bekkur 8. 7. 10. Páskar  
Maí 3. 10. 17. 24. 31.
Bekkur 9. 8. 7. 6.  

 

Foreldrar hittast klukkan 22:00 fyrir framan skólann.

Pizzuveisla er í verðlaun fyrir þann árgang sem stendur sig best í foreldraröltinu.

Hjálpumst öll að við að ræka hlutverk foreldrafélagsins sem er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla.

Tösku með upplýsingum þarf að nálgast á skrifstofu skólans fyrir röltið, þar eru allar upplýsingar, ásamt endurskinsvestum fyrir galvaska göngugarpa. Skrifstofa skólans lokar kl.15:00 á föstudögum.

Markmiðið með röltinu er margþætt m.a. forvarnarstarf, efla kynni foreldra, gefa þeim tækifæri til að kynnast hverfinu sínu frá öðru sjónarhorni og síðast en ekki síst nágrannavarsla. Með því að vera á ferli á þeim svæðum þar sem börnin halda sig mest, sýnum við þeim að okkur er ekki sama. Þetta brýtur frekar upp það mynstur sem annars yrði ef enginn fullorðinn væri á ferli. Nærvera foreldra er líklegri til að fæla frá landasala og aðra ólöglega starfsemi sem ætlað er að freista unglinganna.

Æskilegt er að koma við á eftirtöldum stöðum í foreldraröltinu, það má einnig fara á aðra staði:

1.Kópavogsskóli
2.MK
3.Digraneskirkja
4.Hlíðargarður
5.Göngustígur um Kópavogsdal
6.Undirgöng um Hafnarfjarðarveg
7.Fannborg undirgöng
8.Hamraborg bílageymsla
9.Hamraborg - bar
10.Auðbrekka