Slys og slysavarnir

Eitt af markmiðum í skipulagi skólastarfsins er að koma í veg fyrir slys. Í skólanum starfar öryggisnefnd og einnig er foreldrafélagið með öryggisnefnd. Hlutverk öryggisnefndar skólans er að vera vakandi fyrir öllu sem hætta getur stafað af og lagfæra áður en slys verða. Á mánaðarlegum fundum með stjórn foreldrafélags eru öryggismál rædd og foreldrar hvattir til að tilkynna til skólans það sem þeir hafa áhyggjur af. Eignadeild Kópavogsbæjar sér um lagfæringar á húsnæði og lóð skólans og bregst fljótt við ábendingum.

Minniháttar slysum sem verða á skólatíma er sinn af starfsfólki skólans og hjúkrunarfræðingi en ef um beinbrot er að ræða eða áhyggjur eftir fall eða árekstra er haft samband við foreldra sem þá koma og fara með börn sín til skoðunar hjá lækni. Verði alvarleg slys er hringt í 112 og óskað eftir sjúkrabíl. Öll atvik sem flokkast sem slys eru skráð og vorið 2019 var miðlægur skráningargrunnur hjá VÍS tekinn í notkun og þar á að skrá öll slys eða atvik sem koma upp.

Upplýsingar um slysatryggingar Kópavogsbæjar er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar.