Aðstoð við nám

Þeir nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda fá stuðnings- eða sérkennslu eftir því sem kennslukvóti skólans ræður við. Á unglingastigi geta nemendur valið að auka tímafjölda sinn í íslensku og stærðfræði og fengið aðstoð hjá kennurum í skólanum i stað þess að gíma við verkefnin heima. Bókasafn Kópavogs hefur boðið nemendum grunnskólanna að fá aðstoð við heimanám undanfarin ár og sá möguleiki hefur gagnast mörgum.