Ástundun náms

Í öllu skólastarfi skiptir ástundundun meginmáli. Lögð er áhersla á að kenna nemendum sjálfstæð vinnubrögð og mikilvægi þess að sinna þeirri þjálfun sem nauðsynleg er á hverju aldursstigi. Heimanámi er stillt í hóf en lögð áhersla á að foreldrar aðstoði börn sín við lestrarþjálfun til að þau nái nægilegri færni til að lesa sér til gagns. Mikilvægt er að kennari og foreldri ræði saman um það sem hentar hverju barni og sníði að þörfum þess.