iPad

Allir nemendur í 5. - 10. bekkjum í grunnskólum Kópavogs fá afhenta spjaldtölvu (iPad) sem hjálpartæki í námi og nemendur 1.-4. bekkja hafa aðgang að bekkjarsettum. Spjaldtölvuverkefninu sem slíku er ætlað að stuðla að þróun kennsluhátta og gera kennurum kleift að einstaklingsmiða nám nemenda eins mikið og hægt er. Hjá Kópavogsbæ eru starfandi 3 kennsluráðgjafar sem aðstoða kennara við undirbúning verkefna og að nýta rafræna tækni í námi og kennslu. VIðamiklar upplýisngar um spjaldtölvuverkefnið er að finna hér.