Námsbækur

Nemendur fá allar námsbækur að láni í skólanum og skila þeim að notkun lokinni. Kennarar viðkomandi greina sjá um afhendingu og skil bóka í samstarfi við bókasafns- og upplýsingafræðing skólans. Menntamálastofnun er opinber útgáfuaðili námsbóka fyrir íslenska grunnskóla og hefur þá skyldu að námsbækurnar séu í samræmi við námsmarkmið Aðalnámskrár grunnskóla. Kópavogsskóli getur, ef þannig stendur á, keypt bækur (eða vefáskriftir) af öðrum aðilum ef til er fjármagn. Á hverju ári er eitthvað um innkaup frá öðrum aðilum en Menntamálastofnun enda mikilvægt að námsefni sé fjölbreytt og henti jafnt bráðgerum sem seinfærum nemendum,