Nemendaráð

Á hverju hausti kjósa nemendur unglingastigs fulltrúa sína í nemendaráð. Hver árgangur kýs fjóra fulltrúa og tveir formenn úr 10. bekk stýra starfinu með aðstoð eins af kennurum skólans. Formennirnir verða að vera af sitt hvoru kyni og þeir eru jafnframt fulltrúar nemenda í skólaráði Kópavogsskóla. Nemendaráð skólans eru um leið nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar Kjarnans sem er staðsett í Kópavogsskóla. Félagsmiðstöð og skóli vinna náið saman að hagsmunamálum nemenda. Allir nemendur í nemendaráði eru í valgrein sem heitir Félagsmálafræði og þar er markmiðið að kenna þeim að starfa að félagsmálum.

Lög Nemendafélags Kópavogsskóla

Nemendaráð Kópavogsskóla skólaárið 2019-2020:
 

Formenn eru Nökkvi Gunnarsson og Ragnheiður María Stefánsdóttir

 

Fulltrúar deilda:

10. bekkur:

Aðalmenn: Margrét Tekla Arnfríðardóttir og Adam Pálmason Morthens

Varamenn: Árný Dögg Sævarsdóttir og Jón Erik Sigurðsson

9. bekkur:

Aðalmenn: Gísli Kolbeinn Árnason, Auður Elín Gústafsdóttir og Tóbías Dagur Úlfsson

Varamenn: Bryndís Rósa Armesto Neuvo og Viktor Logi Halldórsson

8. bekkur:

Aðalmenn: Ingunn Böðvarsdóttir og Birgir Gauti Kristjánsson.

Varamenn: Hanna Soffía Heimisdóttir og Arnar Páll Harðarson

Halldór Hlöðversson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar  Kjarnans og Guðný Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri funda reglulega með stjórn nemendafélagsins og skipuleggja atburði og uppákomur vetrarins. Fastir liðir sem tilheyra skólanum eru litlu jól og árshátíð sem er haldin í vikunni fyrir páskaleyfi. Kópavogsskóli tekur einnig þátt í spurningakeppni grunnskólanna og ýmsum uppákomum á vegum félagsmiðstöðva í Kópavogi og SAMFÉS. Allar upplýsingar um atburði og tímasetningar þeirra er að finna á síðu Kjarnans.