Rafrænt nám og kennsla

Kópavogsskóli hefur til margra ára lagt áherslu á að kennarar og nemendur nýti sér rafræna möguleika i skólastarfi. Nemendur unglingastigs hafa aðgang að kennslumyndböndum í stærðfræði og leitast er við að opna á þá möguleika sem netið býður upp á. Þar má nefna aðgang að kennsluvefjum eins og Skólavefnum og Rasmus sem er kennsluvefur í stærðfræði. Eftir ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs um innleiðingu á spjaldtölvum sem aðstoðartæki við nám og kennslu hefur orðið bylting í aðgengi að námsefni og upplýsingum sem unnið er með í öllum kennslugreinum.