Upplýsingaver

Með rafrænni tækni hefur aðgengi nemenda og kennara að upplýsingum breyst gríðarlega undanfarin ár. Hefðbundin upplýsingaver voru gjarnan á bókasöfnum skólanna og eru það ennþá en með öðrum hætti. Nemendur nálgast upplýsingar úr bókakosti skólans þar og fá aðgang að öllum kennslubókum. Nú hafa tölvustofur og spjaldtölvur bæst við og upplýsingaver dagsins í dag því færanleg. Mikilvægi upplýsingavera er gríðarlegt og hlutverk kennarar og annarra sérfræðinga er að kenna nemendum að nýta sér upplýsingarnar og læra að greina á milli réttra upplýsinga og falsupplýsinga sem því miður er víða að finna á netinu.