Sjálfsnám

Þegar ákveðið var að kaupa spjaldtölvur i grunnskóla Kópavogs var eitt markmiðanna að auka einstaklingsmiðun náms og auðvelda kennurum að aðlaga námsefni að hverjum einstaklingi. Þeir nemendur sem eru sjálfstæðir í vinnubrögðum hafa meiri möguleika en áður að auka námshraða sinn. Því er reynt að leiðbeina nemendum um sjálfstæði í námi og aukið sjálfsnám en aukið aðgengi að námsefni á netinu og óendanlegt magn upplýsinga auðveldar þeim að stýra námshraða sínum. Náms- og starfsráðgjafi skólans er nemendum til aðstoðar í þessu auk kennara viðkomandi greina.