Snillismiðja

Undanfarin ár hefur Kópavogsskóli fjárfest í búnaði til forritunarkennslu og litlum vélmennum til að kynna nemendum hvernig hægt er að láta þau framkvæma fyrirskipanir þeirra. Alice er vefforit sem notað er til að kenna nemendum einföld atriði i forritun. Makey Makey er forrit sem kennir börnum á leiðni og rafrásir og með því geta þau búið til hljóðfæri úr ólíklegustu efnum. Finch Robot er lítið vélmenni sem framkvæmir ýmsar hreyfingar og skiptir litum eftir því hvernig nemendur forrita það. Það sama á við um Bee-Bot sem er forritað til að framkvæma ákveðin verkefni. Þá hafa nemendur á miðstigi  fengið að gjöf lítið raftæki sem heitir Micro Bit og það er hægt að forrita til framkalla ákveðnar breytingar. 

Í kennslunni er einnig fjöldi af smáforritum notaður en markmiðið er að nemendur skólans hafi töluverða þekkingu á forritun og tækni þegar þeir útskrifast úr grunnskóla,