Barnavernd

Samskipti við barnavernd – verklagsreglur

 

  • Barnavernd skal alltaf hafa samband við skólastjórnanda beint

  • Skólastjórnandi ræðir við kennara vegna erindisins

  • Ef starfsmaður barnaverndar þarf að ræða við nemanda á skólatíma á að hafa samband við deildarstjóra viðkomandi stigs sem skipuleggur heimsóknina

  • Starfsmaður barnaverndar kemur á skrifstofu skólans og fær ,,gestapassa“ sem er síðan skilað aftur á skrifstofu að heimsókn lokinni 

  • Skólastjórnendur sjá um að senda formleg svör við bréfum barnaverndar og undirrita þau.

  • Hafi starfsmaður barnaverndar beint samband við kennara skal kennari ræða við stjórnanda um viðbrögð við erindinu

  • Sama gildir um tölvupósta - alltaf í samráði við skólastjórnendur