Mat á skólastarfi

Innra mat

Með Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er skólum gert að meta allt skólastarf með kerfisbundnum hætti. Matið er tvíþætt, annars vegar innra mat sem er það kerfi sem skólinn setur sjálfur upp  til að meta sem flesta þætti í starfi sínu, og hins vegar ytra mat sem er þá mat utanaðkomandi aðila sem skólinn fær til verksins. 
 

Gildisgrunnur skólans var unninn í samstarfi foreldra og skóla og gildi skólans eru sex. Þau eru: a)jákvæður starfsandi, b)agi í framkomu og vinnubrögðum, c)verkefni taki mið af hæfni og getu einstaklingins, d)gagnkvæm virðing ríki í samskiptum, e)virk samvinna sem byggist á ábyrgð skólaþegnanna og f)gagnkvæmt upplýsingastreymi milli heimila og skóla og innan skóla.

Kópavogsskóli nýtir sér vefkannanakerfið Skólapúlsinn fyrir innra matið. Nemendakannanir eru lagðar fyrir árlega en foreldrakannanir og starfsmannakannanir annað hvert ár. Skólaárið 2021-2022 verða spurningalistar sendir nemendum og starfsmönnum  Kópavogsskóla. 

Stýrihópur undir stjórn skólastjóra hefur umsjón með innra mati skólans og skipulagi þess. Í hópnum sitja fulltrúar allra aðila skólasamfélagsins.

Ytra mat sveitarfélaga

Í Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir að sveitarfélög eigi að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Þá er sveitarfélögum ætlað að fylgja eftir innra og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi.

Ytra mat menntamálaráðuneytis

Menntamálaráðuneyti annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum og með sjálfstæðri gagnaöflun.Ráðuneytið gerir áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd lagann og aðalnámskrár grunnskóla auk annarra þátta í skólastarfinu. Menntamálaráðuneyti skipuleggur einnig þátttöku í alþjóðlegum mennta- og samanburðarrannsóknum.
 
Skýrslur: