Grunnþættir menntunar

Við endurskoðun á Aðalnámskrá grunnskóla voru sex þættir skilgreindir sérstaklega sem Grunnþættir menntunar en þeir eru:

  • læsi
  • sjálfbærni
  • heilbrigði og velferð
  • lýðræði og mannréttindi
  • jafnrétti
  • sköpun

Um þá segir í námskránni:

Grunnþættir í menntun ásamt áhersluþáttum grunnskólalaga skulu vera leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum í grunnskóla. Þeir eiga að birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans. Grunnskólinn er eina skólastigið sem nemendum er skylt að sækja og er því mikilvægur vettvangur til að þroska með nemendum hæfni í anda grunnþáttanna og sem búa þau undir þátttöku í lýðræðissamfélagi.