Breyttir kennsluhættir

Þróun kennsluhátta verður seint ofmetin og mikilvægt að kennarar tileinki sér þá kennsluhætti sem henta best hverju barni. Lögð er áhersla á að kennarar sæki endurmenntun og þrói starf sitt í samræmi við breytingar og tækniþróun í upphafi 21. aldarinnar. Á yngsta stigi er áhersla lögð á teymiskennslu og aukið samstarf kennara til að koma sem best til móts við þarfir hvers barns. Rafræn tækni og rafrænt námsumhverfi er mikilvægur þáttur í skólastarfinu og allir nemendur í 5.-10. bekk eru með eigin spjaldtölvu til að auka aðgengi að upplýsingum og til aukinnar einstaklingsmiðunar. Á yngsta stigi eru til bekkjarsett af spjaldtölvum og kennarar aðstoðaðir við að nýta þær með tilliti til þarfa einstaklinga og hópa. Kennarar skólans fara reglulega á námskeið til að auka færni sína og læra m.a. af hver öðrum á menntabúðum sem haldnar eru í hverjum mánuði. 

Áhersla er lögð á að fara með nemendur í námsferðir á söfn og í Vísindasmiðju Háskóla Íslands auk vettvangsferða og nýtingu umhverfis í kennslu. Stærri verkefni eins og undirbúningur og uppsetning leiksýningar við Digraneskirkju miða að því að vinna með hópa og efla færni nemenda í hópstarfi. Langtímamarkmið er að auka hæfni einstaklinga til að vinna sjálfstætt, vinna í samstarfi við aðra, efla þrautseigju og auka tækniþekkingu auk þess að geta staðið fyrir framan hóp og rætt og rökstutt mál sitt.