Einstaklingsmiðun náms

Kennarar eru hvattir til að einstaklingsmiða nám nemenda sem mest. Þroski nemenda er ólíkur og því mikilvægt að bráðgerir nemendur fái hvata og fái að njóta sín um leið og seinfærir nemendur fái þann stuðnig og námsaðlögun sem hentar þeir. Á unglingastigi fer að skilja töluvert á milli nemenda og þá efst þeim nemendur sem eru bráðgerir að stunda nám að hluta í framhaldsskólum jafnhliða námi í grunnskóla.

Töluverður fjöldi nemenda eru með einstaklingsnámskrá  og þar er áherslan lögð á grunnþætti og áhugasvið nemenda. Nemendur af erlendum uppruna eru um 20% nemenda og reynt er að sníða námið að þörfum þeirra eins og hægt er.