Spjaldtölvuverkefnið

Árið 2014 tók Kópavogsbær ákvörðun um að allir nemendur í 5. - 10. bekkjum bæjarins fengju spjaldtölvur til afnota í námi. Sú leið var valin að hver nemandi í þessum árgöngum fengi ,,eigið" tæki  en á yngsta stigi væri bekkjarsett nýtt í hverjum skóla. Allir kennarar hafa spjaldtölvu til afnota og meginmarkmiðið er að gera kennsluhætti fjölbreyttari og einstaklingamiðaðri með þarfir nemenda að leiðarljósi. Mjög viðamiklar upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.