Samstarfs skólastiga

Samstarf við leikskóla

Til að efla tengsl leikskóla og grunnskóla var í samvinnu stjórnenda skólanna sett upp skipulag til að auðvelda nemendum að færast úr leikskóla í grunnskóla. Samstarfsleikskólarnir Kópahvoll og Skólatröð koma í heimsóknir í list- og verkgreinar ásamt því að vera boðið á sýningar fyrir litlu jól og árshátíð og samverustundar á vináttudegi. Samstarfsleikskólarnir nýta einnig bókasafn skólans í samráði við safnkennara og nemendur af Kópahvoli hafa aðgang að íþróttahúsi skólans en leikskólinn er staðsettur á lóðarmörkunum. Nemendur 7. bekkjar skólans hefur einnig lesið fyrir leikskólanemendur á Degi íslenskrar tungu.

Nemendur allra barna sem skráðir eru í 1. bekk koma í þrjú skipti í heimsókn ýmist með leikskólanum sínum (Kópahvoli eða Skólatröð) eða í fylgd foreldra, eftir því sem við á hverju sinni. 

Kópavogsskóli og leikskólarnir Kópahvoll og Urðarhóll sóttu um styrk til Kópavogsbæjar vegna þróunarverkefnisins ,,ÞRÍR STAFIR einstaklingsmiðað lestrarnám í samfellu milli skólastiga". Verkefni hlaut styrk að upphæð kr. 1.015.000- haustið 2018 þegar það hófst en verkefninu á að ljúka með lokaskýrslu í lok skólaárs 2019-2020.

Samstarf við framhaldsskóla

Nemendum Kópavogsskóla stendur til boða að taka áfanga í framhaldsskóla hafi þeir náð þeim hæfniviðmiðum í fagi sem tilheyra grunnskólanum. Fer það nám að mestu fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Nemendur í 9. og 10. bekk geta sótt nám í ensku og stærðfræði á þrepi tvö í MK ef þau hafa lokið við hæfniviðmið grunnskóla í þeim greinum. Þessir áfangar eru settir upp í MK fyrir grunnskólanemendur í Kópavogi. Einnig stendur nemendum til boða að taka fleiri áfanga í þessum greinum í framhaldi af þrepi tvö. Dæmi er um að nemendur hafið klárað allt að 4 áfanga í stærðfræði í MK fyrir lok grunnskóla. Nemendur sem óska eftir því að stunda nám á framhaldskólastigi í öðrum námsgreinum en ensku og stærðfræði verða að hafa lokið hæfniviðmiðum í þeirri grein og er þá unnið að því í samvinnu við MK.

Nemendum 10. bekkjar gefst að auki kostur á að taka, sem valfag, grunnskólaval Tækniskólans, þar sem nemendur geta kynnst námi í völdum iðngreinum. Nemendum gefst einnig kostur á að velja sér valfag í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem verið er að kynna nám í matvælagreinum.

Í 10. bekk sækja nemendur vikulega náms- og starfsfræðslutíma þar sem nemendur fá kynningu á námsframboði framhaldsskólanna sem og fræðslu um atvinnulífið og fjölmargt sem því tengist. Þar með talið eru heimsóknir frá aðilum af vinnumarkaðnum, úr skólum á framhaldsskóla- og háskólastigi og frá stéttarfélögum sem kynna nemendum réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Menntaskólinn í Kópavogi býður nemendum 10. bekkjar og foreldrum/forráðamönnum þeirra í morgunverðarboð í MK þar sem námsframboð, félagslíf og húsnæði skólans er kynnt. Að auki heldur náms- og starfsráðgjafi skrá yfir upplýsingar um opin hús framhaldsskólanna og kemur á framfæri við nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra.

Annað hvert ár heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina og fer þar einnig fram kynning á námsframboði framhaldsskólanna. Fara nemendur 9. og 10. bekkjar á þessa kynningu á skólatíma.

Stelpur og tækni er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins og Háskólans í Reykjavík, en þá gefst stelpum í 9. bekk kostur á að kynna sér nám og störf innan tæknigeirans. Kópavogsskóli hefur frá upphafi tekið þátt í þessi verkefni.

Starfamessa er haldin árlega í samstarfi við Kársnesskóla og hana sækja nemendur 8.-10. bekkjar beggja skóla. Þá koma foreldrar nemenda og aðilar úr fyrirtækjum úr nærsamfélaginu og kynna störf sín. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2016.

Atvinnutengt nám er ætlað nemendum í 10. bekk sem vegna sértækra örðugleika annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr í námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla.

Markmið atvinnutengds náms er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Einnig er markmiðið að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra og auk þess að vinna með umhverfislæsi þeirra. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs.