Stefna

Lögð er áhersla á að allir nemendur nái að þroskast svo þeir geti byggt á góðri undirstöðu þegar grunnskóla sleppir. Mikilvægt er að rækta einstaklinginn og kenna honum að takast á við nýjungar og áskoranir sem bíða hans síðar á lífsleiðinni.  Þar koma margir þættir til en samskiptaþátturinn og heilsuefling eru þætti sem þar skipta verulegu máli. Því byggir Kópavogsskóli starf sitt á ,,Uppeldi til ábyrgðar" og heilsueflingu í samræmi við ,,Heilsueflandi grunnskóla".