Einstaklingsmiðun

Í Aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðun náms. Nemendur eru ólíkir og hafa ekki allir sömu þarfir og við því þarf að bregðast. Stefna Kópavogsskóla er að miða námið sem mest að þörfum hvers og eins og gefa nemendum kost á að sinna því á sínum hraða. Markmiðið er að enginn upplifi námskvíða og jákvæð eftirfylgni kennara sé virk. Með innleiðingu spjaldtölva í kennslu hafa opnast leiðir til að auðvelda einstaklingsmiðun námsins og kennarar hvattir til að nýta sér þá möguleika. Í stærðfræði og íslensku er unnið samkvæmt lotukerfi á unglingastigi og nokkrir nemendur hafa nýtt sér það og náð að ljúka við framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanáminu.

Nokkrir nemendur eru með sérgreinda námserfiðleika og fyrir þá eru gerðar einstaklingsnámskrár sem eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins í samvinnu við foreldra.