Heilsueflandi skóli

Sumarið 2011 gerðist Kópavogsskóli þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli en verkefnið er á vegum Landlæknisembættisins. Stýrihópur var myndaður í upphafi og skólaárið 2013-2014 lét skólinn útbúa sérstakt gönguleiðakort fyrir nemendur og stafsfólk skólans. Inn á kortið eru skráðar vegalengdir í nágrenni skólans og þau geta nemendur og kennarar skráð hjá sér þær vegalengdir sem gengnar eru á skólaárinu. Kennarar eru hvattir til reglubundinnar útiveru með bekkjum sínum og að nýta sér nágrenni skólans til vettvangsferða og útikennslu.