Uppeldi til ábyrgðar

Kópavogskóli vinnur samkvæmt uppeldisstefnunni ,,Uppeldi til ábyrgðar".  Ákvörðun um að taka stefnuna upp var tekin á starfsmannafundi í maí 2009 og nokkrir starfsmenn skólans fóru þá á námskeið og leiddu innleiðingarferlið. Kynningarfundur var haldinn fyrir foreldra í lok september 2010 og starfsfólk skólans fór til Washington á námskeið haustið 2011 og í ágúst 2012 var í skólanum námskeið fyrir alla starfsmenn en leiðbeinandi þar var Cindy Brown.

Stýrihópur kennara sér um að viðhalda verkefninu og fræða starfsfólk,nemendur og foreldra um ýmis atriði sem hafa jákvæð áhrif á framgang þess. Á hverju skólaári eru utanaðkomandi aðilar fengnir til að viðhalda og auka færni starfsmanna í að beita aðferðum Uppeldis til ábyrgðar. Skólaárið 2019-2020 er fræðsla öflug og leiðbeinendur heimsækja skólann í fjögur skipti, þar af eru tvö hálfs dags námskeið.