Náms- og starfsráðgjöf

Elísabet Pétursdóttir er námsráðgjafi skólans. Hún er í 100% starfi og er til viðtals fyrir nemendur og foreldra alla daga. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og styður þá í málum sem varða nám, skólavist og/eða í persónulegum málum.

Starf námsráðgjafa

Stendur vörð um velferð nemenda

  • Leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi
  • Leiðbeinir nemendum í persónulegum málum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi
  • Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf
  • Sinnir fyrirbyggjandi starfi í forvörnum s.s. gegn vímuefnum, einelti, ofbeldi o.fl. í samstarfi við aðra starfsmenn skólans og foreldra
  • Undirbýr nemendur undir flutning milli skóla/skólastiga og fylgir þeim eftir inn í framhaldsskóla.

Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra. Einnig hefur hann samstarf og samráð við ýmsa aðra s.s. kennara, sérkennara, deildarstjóra, skólasálfræðing og hjúkrunarfræðing og vísar málum til þeirra eftir því sem við á.