Nýting gagna

Kópavogsskóli nýtir sér niðurstöður ýmisa kannana og prófa til að bæta skólastarfið. Það er gert með eftirfarandi hætti

Lesferill

  • Niðurstöður lesferils liggja fyrir í október, febrúar og júní ár hvert. Um leið og þær liggja fyrir fara umsjónarkennarar, sérkennarar og deildarstjóri/skólastjórnandi yfir niðurstöðurnar og efli stuðning við þá nemendur sem þurfa aukna aðstoð. 

Samræmd próf

  • Niðurstöður prófa/samræmdra prófa eru skoðaðar af kennurum og deildarstjóra sérúrræða/skólastjórnendum og kennsla/sérkennsla endurskoðuð með tilliti til niðurstaðnanna. Í þeim tilvikum þar sem matið er að einstaklingsnámskrá þurfi er hún samin í samstarfi við foreldra.

Líðan

  • Um leið og niðurstöður athugunar námráðgjafa um líðan í viðkomandi árgangi liggja fyrir eru niðurstöðurnar ræddar við kennara viðkomandi árgangs  og skólastjórnendur og áætlun gerð fyrir einstaka nemendur eða hópa.