Frístundaheimili

Starfsáætlun 2021-2022

Frístundaheimili skólans heitir Stjarnan. Foreldrar barna í 1.-4. bekk eiga kost á gæslu fyrir börn sín á frístundaheimililinu gegn mánaðarlegu gjaldi. Frístundaheimilið er opið mánudaga - fimmtudaga kl. 13:15-17:00 og á föstudögum kl. 12:10-17:00. Á starfsdögum er opið frá kl. 08:00-17:00 en opnunartímar í jóla- og páskaleyfum eru auglýstir sérstaklega. Frístund er lokuð á vetrarleyfisdögum grunnskólanna.

Beinn sími frístundaheimilis er 441 3432.

Starfsfólk

Forstöðumaður Stjörnunnar er Ásthildur Guðmundsdóttir og aðrir starfsmenn eru 6-8. Að auki koma nokkrir kennara skólans að starfinu líkt og undanfarin ár.

Aðstaða og starfsemi

Stjarnan hefur aðstöðu í gamalli húsvarðaríbúð í elsta hluta skólans. Þar hafa verið gerðar miklar endurbætur og húsnæðið er þokkalegt þó það sé lítið. Að auki hefur Stjarnan aðgang að öðrum rýmum skólans fyrir starfsemi sína. Kennarar Kópavogsskóla sjá um skipulagt starf í nokkrar klukkustundir á viku og þar er meðal annars boðið upp á skákkennslu, tölvuvinnu, smíði, textílmennt, kórsöng, heimanám og frjálsan leik. Samstarf er við HK um blakkennslu og að auki er boðið upp á LEGO námskeið og Leynileikhúsið fær aðstöðu til að bjóða upp á leiklistarkennslu. Ýmsir aðrir aðilar hafa komið að sterfinu en breytilegt eftir árum. Í þeim tilvikum skrá foreldrar börn sín í þá tíma hjá viðkomandi aðilum. 

Síðdegishressing

Er um kl. 14.30 og þá fá börnin smurt brauð, drykk og ávexti. Á föstudögum er drukkið  kl. 13.30 og þá er boðið upp á kakó, öðruvísi brauð og bakkelsi í eftirrétt. Gjald fyrir síðdegishressingu er 125.- kr. fyrir hvern kaffitíma og 250.- fyrir hádegishressingu (á starfsdögum) og reiknast það gjald út frá dvalartímahvers barns.

Útivist

Útivist fer að mestu leyti af veðri og vindum en að sjálfsögðu fá allir að fara út að leika sér þegar þeir vilja þó ekki sé um skipulagða útivist að ræða. 

Fatnaður

Nauðsynlegt er að senda börnin klædd eftir veðri, þar sem reynt er að fara eins mikið út og hægt er. Mjög gott er að senda börnin með aukasett af sokkum, nærbuxum og buxur í merktum poka, sem hægt er að grípa í ef þörf er á (þetta er geymt í Stjörnunni).

Leikföng

Ekki er æskilegt að börnin komi með leikföng að heiman, nema á leikfangadögum skólans. Ekki er tekin ábyrgð á því ef leikfang skemmist eða týnist í Stjörnunni.

Heimferðir

Við skráningu barns í Stjörnuna á að fylla út og undirrita blað þar sem fram kemur hvort barnið megi sjálft ganga  heim eða hvort það verði sótt. Nauðsynlegt er að virða það sem þið hafið sett fram. Ef undantekningar verða er mikilvægt eða koma skilaboðum til okkar með símtali að morgni áður en starfið hefst eða með miða í tösku barnsins sem það getur framvísað. Einnig viljum við biðja foreldra að virða skráðan vistunartíma og bendum einnig á að Stjarnan lokar kl. 17.00. Ef fólki seinkar þá óskum við eftir því að það hringi í okkur og láti vita. S: 441 3432..

Starfsdagar

Stjarnan er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn  (8.00. – 17.00) á starfsdögum kennara á skólatíma en lokað er í vetrarfríum skólanna. Ef barnið á að fara heim á öðrum tíma en skráning segir til um, þarf að koma boðum til starfsfólks Stjörnunnar með miða eða  símtali. 

Gjaldskrá

Á heimasíðu Kópavogsbæjar eru allar upplýsingar. Gjaldskrá