Skólabyggingin

Elsti hluti Kópavogsskóla var tekinn í notkun miðvikudaginn 12. janúar 1949 og yngsti áfangi skólans haustið 1996. Öll kennsla fer fram í skólahúsnæðinu ef frá er talin sundkennsla sem fer fram í Sundlaug Kópavogs og íþróttakennsla nemenda í 8.-10. bekk sem fer fram í Fífunni sem stendur við Smáraskóla. Tónmenntakennsla fer fram í kennslustofu á lóð skólans. Skólinn er á tveimur hæðum og kennslustofur og ýmis þjónusturými á báðum hæðum. Kennslustofur eru margar litlar en á undanförnum árum hafa þær allar verið endurgerðar og endurnýjaðar og eru ágætlega tækjum búnar. Skrifstofa skólans er á 2. hæð.