Skólamenning

Skólamenning Kópavogsskóla á að einkennast af samstarfi og samvinnu þar sem allir aðilar hafa það markmið að þroskast og læra saman. Markvisst er unnið með uppeldisstefnu skólans, ,,Uppeldi til ábyrgðar",  og börnum kennt að leysa ágreining annað hvort sín á milli eða með aðstoð starfsfólks. Einkunnarorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan og jákvæð samskipti allra aðila skólasamfélagsins er markmiðið sem reynt er að viðhalda með stöðugri fræðslu og samtali.