Félags- og tómstundastarf

Félags- og tómstundastarf er samvinnuverkefni foreldra, skóla og félagsmiðstöðvar. Á yngsta stigi er félagsstarf skipulagt af árgangafulltrúum og lögð áhersla á að börn og foreldrar geri eitthvað í sameiningu. Það getur verið utan skólans eða í skólhúsnæðinu og þá koma umsjónarkennarar til aðstoðar. Sama skipulag er á miðstigi en þar kemur félgsmiðstöðin inn og nemendum stendur til boða að sækja opin hús og uppákomu í nokkur skipti á ári, mest þó í 7. bekk. Á unglingastigi sjá félagsmiðstöðin og skólinn í sameiningu um starfið en forstöðumaður félagsmiðstöðvar og aðstoðarskólastjóri hittast reglulega ásamt nemendaráði og skipuleggja starf hvers mánaðar og vetrarstarfið.  Félagsmiðstöðin er þó sjálfstæð eining þó hún hafi aðstöðu í Kópavogsskóla. Árgangafulltrúar unglimngastigs skipuleggja, líkt og á yngri stigum, sameiginlegar skemmtanir/ferðir með börnum sínum og einnig koma árgangafulltrúar að árvissum ferðum eftir þörfum.