Litlu jól

Allir árgangar skólans eru með litlu jól en þar njóta nemendur árganga samveru í kennslustofum auk sameiginlegrar skemmtunar í samkomusal skólans. Seinasta kennsludag fyrir jól eru skemmtanir fyrir nemendur og foreldra í 1.-7. bekk og þar eru hópnum skipt í tvo hluta. Foreldrafélagið hefur verið með ,,kaffihús" í einni skólastofunni og þar geta foreldrar sest niður og notið veitinga og spjallað saman meðan börnin eru á ,,stofujólum". Nemendur unglingastigs eru með skemmtun að kvöldi næst síðasta dags fyrir jólaleyfi en það er gert til að hægt sé að nýta samkomusalinn fyrir alla hópa. Á öllum skemmtunum eru skemmtiatriði sem nemendur hafa sjálfir undirbúið.