Safnafræðsla

Kennarar Kópavogsskóla fara með nemendur á ýmis söfn í tengslum við námsefni og námsmarkmið kennslugreina. Í nágrenni skólans eru Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs og því fljótlegt að ganga með nemendahópa þangað. Þá er Þjóðminjasafnið nýtt og einnig Árbæjarsafn auk listasafna í Reykjavík.