Voferðir

Í lok skólaárs eru hefð fyrir því að fara með alla árganga í vorferðir. Þær eru mislangar en miðað við að ekki sé komið til baka seinna en kl. 14 ef lagt er af stað strax að morgni dags. Farið er með hópa í Guðmundarlund, Húsdýragarðinn, Kiðafell í Kjós, Borgarfjörðinn og austur fyrir fjall. Nemendur 10. bekkjara fara í útskriftarferð sem skipulögð er í nánu samstarfi við foreldra. Þar er gíst í 1-2 nætur og áfangastaðir hafa verið Skagafjörður og Suðurland undanfarin ár. Nemendur hafa safnað fyrir þeirri ferð og hluti af ferðakostnaði er greiddur af skólanum sem er þá endurgjald fyrir frímínútnagæslu nemenda.