Skólastefna Kópavogsskóla

Skólaárið 2022-2023 var unnið að nýrri skólastefnu Kópavogsskóla fyrir árin 2023-2025 en þetta var sameiginleg vinna nemenda, foreldra og starfsmanna skólans og kom skólaráð skólans einnig þar að. Unnið var í nokkrum hópum og undir vor 2023 var hin nýja skólastefna Kópavogsskóla tilbúin.  Við samningu stefnunnar var einnig horft til skólastefnu Kópavogsbæjar og þess gætt að hún sé ekki í andstöðu við neitt sem þar kemur fram. Niðurstöðurnar voru ræddar á starfsmannafundi í upphafi árs og kynntar á opnum fundi skólaráðs 28. febrúar sl. Þær eru nú birtar á heimasíðu skólans í endanlegri útgáfu og má nálgast hér.