Skólastefna Kópavogsskóla

Í janúar 2015 hófst, að frumkvæði skólaráðs Kópavogsskóla, sameiginleg vinna nemenda, foreldra og starfsmanna skólans að skólastefnu Kópavogsskóla. Vinnan hófst með stórum vinnufundi þar sem allir aðilar ræddu um skólastarfið eins og það er og reyndu síðan að gera sér grein fyrir því umhverfi sem biði nemenda þegar þeir færu út á vinnumarkaðinn eftir 10-20 ár. Í framhaldi af fundinum tóku fulltrúar í skólaráði öll vinnugögn og niðurstöður og unnu úr þeim og niðurstaðan liggur nú fyrir í ,,Skólastefnu Kópavogskóla 2016-2018“. Við samningu stefnunnar var einnig horft til skólastefnu Kópavogsbæjar og þess gætt að hún sé ekki í andstöðu við neitt sem þar kemur fram. Niðurstöðurnar voru ræddar á starfsmannafundi í upphafi árs og kynntar á opnum fundi skólaráðs 10. mars sl. Þær eru nú birtar á heimasíðu skólans í endanlegri útgáfu og má nálgast hér.