Skrifstofa

Skrifstofa Kópavogskóla er opin frá kl. 07:45 - 15:45 mánudaga til fimmtudaga og kl. 07:45 - 14:45 á föstudögum. Ritarar skólans eru Bára Rósa Jónasdóttir (á mánudögum) og Elín Hrefna Kristjánsdóttir (þriðjudaga - föstudaga). Skrifstofa skólans sér um alla almenna þjónustu við nemendur, starfsfólk og foreldra. Skrifstofan opnar yfirleitt að loknum sumarleyfum um 8. ágúst og lokar um 20. júní og er lokuð í jóla-, páska- og vetrarleyfum skólans. Simanúmerið er 441 3400 og skilaboð á að senda á kopavogsskoli[hjá]kopavogur.is. 

Veikindi barna á að tilkynna á mentor.is (á foreldraaðgangi hvers og eins) eða í síma 441 - 3400. Athygli er vakin á því að það er alfarið á ábyrgð foreldra að tilkynna forföll barna sinna til skólans. Ef nemendur vantar í upphafi dags er reynt að hringja heim í foreldra en ýmislegt getur orðið til þessa að það næst ekki. Því er mikilvægt að foreldrar sinni þessari skyldu sinni.

Þurfi að koma skilaboðum til skólans á að senda þau á netfangið kopavogsskoli@kopavogur.is