Stoðþjónusta

Ýmsir aðilar koma að þjónustu við nemendur Kópavogsskóla. Hjúkrunarfræðingur í 60% starfi kemur frá Heilsugæslunni og er starfsmaður hennar. Hjúkrunarfræðingur hefur viðveru í skólanum mánudaga-fimmtudaga. Sálfræðingur kemur frá Menntasviði Kópavogs og er einn og hálfa dag í viku í skólanum (úthlutun er 12 klst.) og talmeinafræðingur vinnur með nemendur í 4 klst. á viku.  Kópavogsskóli er með námsráðgjafa í fullu starfi og hann sinnir aðstoð við nemendur og kennara hvort sem um er að ræða einstaklinga eða hópa og leggur að auki fyrir kannanir um líðan og einelti.  Sálfræðingurinn hefur viðveru í skólanum áþriðjudögum og talmeinafræðingurinn fyrir hádegi á föstudögum.

Nemendur og foreldrar geta pantað tíma hjá námsráðgjafa og foreldrar geta pantað tíma hjá sálfræðingi í gegnum skrifstofu skólans. Námsráðgjafi sér um náms- og starfsráðgjöf fyrir nemendur og samskipti við fyrirtæki.

Hjá Menntasviði Kópavogs er einnig hægt að leita eftir aðstoð sérkennsluráðgjafa og  kennsluráðgjafa auk almennrar ráðgjafar.  Kópavogsskóli hefur einnig leitað til sérfræðinga á sviði einhverfu, aðstoðar iðjuþjálfa, til sérfræðinga vegna sjónskerðingar og til barnalækna þegar sú staða kemur upp. Markmiðið er að útvega þá þjónustu sem best hentar og skólinn ræður við í hverju tilviki.